Ég hóf störf hjá laxdal árið 2007 og sinni nú störfum innkaupastjóra. Mitt hlutverk er að fara á sýningar og fylgjast vel með því nýjasta og velja af kostgæfni það fallegasta fyrir verslunina. Við í Laxdal leggjum ríka áherslu á ánægða viðskiptavini og oftar en ekki í innkaupum höfum við ábendingar og óskir okkar viðskiptavina að leiðarljósi.
Þetta er vandasamt verk, en ég hef öðlast mikla reynslu sem skilar sér í ánægðum viðskiptavinum. Ég nýt þess að sjá árangurinn af mínu starfi, og ekki skemmir hvað Laxdal er góður vinnustaður.