Anna Þórisdóttir

Anna Þórisdóttir, laxdal.is

Ég hóf störf hjá Laxdal árið 2007.

Mitt aðalstarf er að taka á móti viðskiptavinum og aðstoða við að velja fatnað sem hentar hverri konu.  Ég hef öðlast góða reynslu í að sjá hvað hentar og ekki síst klæðir og markmiðið er að laða það besta fram hjá hverri og einni. 

Buxnaúrval er mikið í Laxdal, mörg snið sem þarf að velja á milli fyrir sérhverja konu og sé ég um að það sé alltaf til. 

Persónuleg samskipti eru mín hjartans mál, ég nýt þess að byggja upp traust sem skilar sér í tryggum viðskiptavinum þannig að vinskapur myndast. 

Laxdal er góður vinnustaður og við leggjum okkur allar fram við að viðhalda léttum og kærleiksríkum anda sem skilar sér til kúnnan og er örugglega stór þáttu í vinsældum verslunarinnar.