Saga Laxdal

Bernharð Laxdal er elsta starfandi kvenfataverslun landsins, en fyrirtækið var stofnað á Akureyri af klæðskeranum Bernharð Laxdal árið 1938. Fyrirtækið flutti til Reykjavíkur þegar fyrsti stórmarkaður landsins tók til starfa haustið 1960, í Kjörgarði við Laugavegi 59 í Reykjavik, með rúllustigum og hvaðeina, opnaði Bernharð Laxdal þar glæsilega verslun á annarri hæð. Margir tryggir viðskiptavinir verslunarinnar, eiga hlýjar minningar frá þeim tíma, þegar fermingarkápan var keypt hjá Bernharð Laxdal í Kjörgarði. Árið 1982 flutti verslunin í þá nýbyggt glæsilegt húsnæði á götuhæð við Laugavegi 63. Í maí 2001 tóku núverandi eigendur Guðrún R. Axelsdóttir og Einar Eiríksson við rekstrinum, en fram að þeim tíma hafði fyrirtækið verið í eigu sömu fjölskyldu. Vegna mikilla breytinga á rekstrarumhverfi miðborgarinnar flutti verslunin í mun stærra, stórglæsilegt húsnæði að Skipholti 29, 17. mars 2017. Hefur flutningur verslunarinnar reynst gæfuspor og fagna viðskiptavinirnir stórbættu aðgengi.

Vörumerki

Eftir eigendaskiptin var verslunin innréttuð frá grunni, með nýjum glæsilegum innréttingum, frá einum helsta birgja fyrirtækisins, hinum þekkta þýska kvenfata hönnuði, Gerry Weber. Hinar vel hönnuðu og hagkvæmu innréttingar, hafa gert það mögulegt að auka vöruúrvalið, og bæta nýjum birgjum í hópinn. Auk Gerry Weber, Taifun hafa bæst við Betty Barclay og í yfirhöfnum hið vel þekkta Cinzia-Rocca, sem framleiðir hágæða Ítalskar ullarkápur, 100% ull, Kasmír ull og stórglæsilegar Alpacha kápur, fáguð Ítölsk hönnun, þar sem hverju smáatriði er fylgt eftir. Einnig selur verslunin Creenstone kápurnar, sem eru gríðarlega vandaðar og eru allt í senn kápa og úlpa, og eru bæði vind- og vatnsvarðar og henta því einstaklega vel fyrir íslenska veðráttu. Fuch/Shmitt, er mjög vandað þýskt vörumerki sem er þrautreynt í útvistaryfirhöfnum og njótum við góðs af því í framleiðslu þeirra á vönduðum yfirhöfnum til allra venjulegra nota. JUNGE er danskt, líka vandað og einstaklega framsækið og fylgist vel með nýjustu tískunni í framleiðslu sinni. Glæsilegar dúnúlpur m/ekta skinni, fisléttir dúnjakkar og kápur m/hettu, og margt fleira, sem er alltaf nýjasta tískan og glæsilegt.

Vörur

Í Laxdal er áherslan enn sem fyrr á klassískan gæðafatnað. Frá ábyrgum aðilum með sterka samfélagsvitund sem talar inn í tíðarandann. Okkar metnaður er að veita persónulega og faglega þjónustu og það hefur reynst vera lykillinn að velgengni verslunarinnar, sem á fjölmarga trygga viðskiptavini til áratuga, sem kunna að meta og njóta vandaðra vöru sem endist. Bernharð Laxdal talar sterkt inn í samtímann og býður vandaðar vörur á sanngjörnu verði. Verslunin er í alfaraleið, með næg bílastæði, marga mátunarklefa og þjónustu sem er markviss og gengur greiðlega – og núna líka netverslun og allt vinnur svo vel saman. Í áranna rás hefur Bernharð Laxdal verið leiðandi í verslun á yfirhöfnum á íslenskum markaði og svo mun verða áfram. Á seinni árum hefur áherslan aukist á allan almennan kvenfatnað og sérstaklega á buxur og fullyrðum við að í Laxdal er mesta úrvalið af allskonar síðbuxum fyrir kvenfólk frá hinum heimsþekktu framleiðendum Gardeur, Gerry Weber og Betty Barclay. Einnig hefur Laxdal boðið fallegar Baisc dragtir, svartar og dökkbláar, 3 snið af jökkum, 3 snið af buxum, pilsum og kjólum, þar sem allt passar saman. Þessar dragtir eru mjög vinsælar sem vinnudragtir og fyrir ýmsan félagsskap, en einnig eru þær góður grunnur í fataskápinn, sem kemur sér vel við flestar aðstæður, Frank Lyman glæsikjólarni eru mjög fallegir, fyrir allar veislur og viðburði. Í Laxdal er andrúmsloftið ljúft og þægilegt og þér veitt sú þjónusta sem þú óskar eftir. Finndu endanlegar lausnir fyrir fataskápinn og þá fjölbreytni sem gæðir líf þitt og bætir.