Guðbjörg Hjálmarsdóttir

Guðbjörg Hjálmarsdóttir, laxdal.is

Ég er fædd og uppalin í Hafnarfirði gift á 2 dætur og 4 barnabörn.

Minn helsti starfsvettvangur hefur verið í heildsölu- og verslunargeiranum frá 1990.

Frá mars 2005 var ég verslunarstjóri í Sigurboganum Laugavegi 80 alveg þar til þeirri verslun var lokað 2019.

Svo var ég svo einstaklega heppin að fá tækifæri hér í Bernharð Laxdal, ég get ekki verið heppnari með samstarsfsfólk og vinnuveitendir. Mér líður eins og ég hafi alltaf verið hér. Svo er líka svo gaman að selja fallega og vandaða vöru eins og Laxdal býður uppá.

Ég get ekki sagt annað en ég hlakka alltaf til að mæta í vinnuna og aðstoða viðskiptavini á öllum aldri við val á fallegum fatnaði og tala nú ekki um þegar maður finnur að viðskiptavinurinn er ánægður og fer glaður út úr búðinni.

Scroll to Top