Guðrún R. Axelsdóttir

Guðrún R. Axelsdóttir, eigandi, laxdal.is

Við hjónin  keyptum  verslunina  árið 2001, af  Laxdal fjölskyldunni sem  hafði rekið  hana frá  1938.

Á þessum  árum  hefur  verslunin dafnað og  stækkað og blómstar nú  sem  aldrei  fyrr. Laxdal er nú á nýjum  stað, Skipholti 29, miðsvæðis  í  Reykjavík, svo  við  getum  með  sanni  sagt;

LAXDAL  ER  Í  LEIÐINNI ,

Áður  höfðum við  rekið  útivistarfyrirtæki  til  margra ára og sú reynsla sem  ég öðlaðist við verslun á útivistarfatnaði hefur  komið  sér  afar  vel  við val  á  yfirhöfnum fyrir  Laxdal.

Það  er mikil áskorun að  reka 80 ára gamalt fyrirtæki og leggjum við mikla  alúð í að standa undir þeirri ábyrgð, því segjum við með stolti;

LAXDAL, TRAUST Í  80 ÁR.

 Ég nýt hvers dags í starfi enda umvafin afbragðs starfsfólki, ásamt  tryggum  viðskiptavinum og fallegum fötum.

Tískan er síbreytileg og okkar vönduðu og flottu  birgjar fylgjast vel með nýjustu straumum. Það er alltaf tilhlökkunarefni að fara á sýningar og sjá hvað er nýjast af nálinni.