Sólrún Rós Eiríksdóttir

Í ársbyrjun 2021 hóf ég störf hjá Bernharð Laxdal. Ég held utan um starfræna hlið fyrirtækisins. Ég hef umsjón með vefversluninni, sinni stafrænni markaðssetningu, kem að gæðastjórnun auk annarra tilfallandi verkefna.

Ég er ferðamálafræðingur að mennt frá Háskóla Íslands. Námið er einkum þverfaglegt og hef ég óspart nýtt mér viðskiptatengdu hlið námsins við störf mín í Laxdal. Námið fræddi mig um markaðsmál og kom mér í skilning um eðli og undirstöðuatriði þjónustufyrirtækja.