Rain Couture – Stuttur vatnsheldur frakki

56,900 kr.

Leiðbeiningar við kaup.
1. veldu lit (jafnvel þótt aðeins sé gefinn upp einn litur) og veldu stærð
2. Smelltu á hnappinn „setja í körfu“
Nú geturðu valið að ganga frá kaupum eða velja fleiri vörur.
3. Óskir þú gjafainnpökkunar, skrifar þú óskina í athugasemdir í kaupferlinu.

Sætur stuttur frakki frá hollenska gæðamerkinu Rain Couture. Rain Couture sérhæfir sig í vatnsheldum frökkum, sem gerir nýtinguna enn betri.
-Vatnsheldur
-Vatnsheldir saumar
-Vindheldur
-Góð öndun
-Innri vasar
-Vasi fyrir airpods
-Krækja fyrir lyklakippu

Rain Couture er nýlegt tískumerki frá Hollandi. Frumkvöðullinn á bakvið merkið er hin unga Daphne Gerritse. Sagan á bakvið Rain Couture er sú að Daphne átti í erfiðleikum með að finna sér yfirhöfn sem stóðust allar hennar kröfur. Hún vildi yfirhöfn sem var ekki of köld, ekki of heit og ekki of ljót. Hún ákvað að taka málin í sínar hendur og við tók fimm ára þróunarferli, þar sem hún leitaði uppi bestu efnin, munstrin og hönnun fyrir merkið sitt Rain Couture. Markmiðið var að hanna heilsársyfirhafnir, fyrir sem flest veðurskilyrði og við öll tækifæri. Hollenska frumkvöðlinum tókst svo sannarlega ætlunarverk sitt og nýtur Rain Couture mikilla vinsælda í Evrópu og fer merkið ört vaxandi.

Þú gætir einnig haft áhuga fyrir...